Er hitaveitureikningurinn of hár?

FP 635x450Ef hitaveitureikningurinn er of hár þá er ekki ólíklegt að þrýstijafnarinn sé farinn að bila, rétt er samt að ganga á alla ofna og ath hvort einhver ofn er að hleypa of heitu í gegnum sig. Best er að finna það með því að grípa utan um rörið sem er við botn ofnsins og sjá hvort hann sé eitthvað heitari en 30 gráður eða bara rétt ilvolgt viðkomu. Rétt er að ath líka hvort innspýting snjóbræðslu sé stillt of hátt en hún á yfirleitt ekk að vera stillt hærra en á 1. eða 10 gráður. ýmislegt annað getur verið að hrjá ofnakerfið og er best að fá fagmann á staðinn.
Félagsmenn okkar