Nýr formaður Félags pípulagningameistara

Gummi PípÞann 10. okt. 2013 tók Guðmundur Páll Ólafsson sæti sem formaður stjórnar Félags pípulagningameistara. Guðmundur var varaformaður í stjórn FPM.

Guðmundur kom með tillögu að skipun stjórnar sem var og samþykkt:
Guðmundur Páll Ólafsson formaður, Kjartan Jónsson varaformaður, 
Trausti Guðjónsson gjaldkeri, Böðvar Ingi Guðbjartsson ritari og 
Hjörleifur Björnsson stjórnarmaður.

Á næst aðalfundi sem haldinn verður árið 2014 verður núverandi formaður 
borinn upp til samþykktar af félagsmönnum eins og lög félagsins gera ráð fyrir.