Skarphéðinn hættur sem formaður FPM

Mánudaginn 30. sept. 2013 tilkynnti Skarphéðinn Skarphéðinsson að hann sé hættur sem formaður Félags pípulagningameistara. 

Skarphéðinn tilkynnti stjórninni þetta á síðasta stjórnarfundi sínum sem haldinn var 27. sept. síðastliðinn.  Jafnframt hvatti hann stjórnina til að huga að menntamálum pípara. Kynna fyrir þeim sem eru að útskrifast sem meistarar í pípulögnum, Félag pípulagningameistara. Standa vörð um löggildingu pípara. Einnig hvatti fráfarandi formaður stjórnina til dáða og góðra verka.

Skarphéðinn hefur verið í stjórn Félags pípulagningameistara í 14 og ½ ár. Tvö ár sem varaformaður og 12 og ½ ár sem formaður. Stjórn Félags pípulagningameistara óskar fráfarandi formanni velfarnaðar í framtíðinni og þakkar Skarphéðni ( Skarpa ) fyrir vel unnin störf í þágu Félags pípulagningameistara.