Entries by Píparinn

Ertu að fara í framkvæmdir og vantar pípara.

Gott að vita: Kannaðu hvort viðkomandi sé með réttindi – löggiltur pípulagningameistari. Hægt er að fletta viðkomandi upp á hms.is. Kannaðu með viðkomandi hvort hann sé með góð meðmæli. Biddu viðkomandi um að senda þér yfirlit frá tryggingafélagi viðkomandi um að hann sé tryggður gagnvart tjóni. Gerðu verksamning um framkvæmdina.

Rafrænir samningar og ferilbók

Nú hefur fyrirkomulagi nemasamninga verið breytt og verða þeir rafrænir í framhaldinu. Meistarar þurfa að sækja um að fara á birtingarskrá og þá er hægt að gera rafrænan samning og opna ferilbókina. Hér skráið þið ykkur á birtingarskrá: Rafræn ferilbók | Menntamálastofnun (mms.is)

Greiðslur til starfsmanna sem fara í sóttkví.

Starfsmenn sem þurfa að fara í sóttkví vegna Covid-19.  Starfsmenn eiga rétt á sínum lögbundnum veikindadögum og þegar það er fullnýtt er hægt að sækja um greiðslur til Vinnumálastofnunar (sjá hlekk hér fyrir neðan).  https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/greidslur-i-sottkvi

,

Starfsemi leyfislausra

Félag pípulagningameistara (FP) leggur sitt að mörkum við að tryggja réttindi félagsmanna samkvæmt lögum um handiðnað. Fyrirtæki í pípulögnum sem rekin eru í atvinnuskyni án meistara í forsvari verða kærð til lögreglu. Félag pípulagningameistara fékk lögmannsstofuna Mörkina til að gera fyrir sig minnisblað er varðar lög um handiðnað og var niðurstaðan í stuttu máli þessi: […]

Stjórn 2021 – 2022

Stjórn 2021 – 2022 Stjórnarárið 2021 – 2022   Formaður: Böðvar Ingi Guðbjartsson   Varaformaður: Ægir Eyberg Helgason   Gjaldkeri: Kári Samúelsson   Ritari: Ársæll Páll Óskarsson   Stjórnarmaður: Almar Gunnarsson   Varamaður í stjórn: Guðjón Valdimarsson

Umbunað fyrir að vera með iðnnema á námssamningi

Umbunað fyrir að vera með iðnnema á námssamningi Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Um er að ræða tímamót í iðnnámi á Íslandi þar sem þetta er í fyrsta skipti sem verkkaupi mun […]