Virkar snjóbræðslan rétt?

Virkar snjóbræðslan rétt?Ef snjóbræðslan er ekki að virka rétt geta legið nokkrar ástæður fyrir, misflóknar í lausnum.

Ef hún er ekki að bræða nóg getur verið að innspýtingarlokinn( ef hann er til staðar ) standi á sér eftir sumarið og nóg sé að losa upp á pinnanum sem er fyrir innan hitanemann.
Ef hitadreifingin er aftur á móti ójöfn geta legið nokkrar ástæður fyrir og eru þær allar þess eðlis að best sé að fá pípulagningameistara á staðinn.
T.d. getur þurft að jafnvægisstilla bræðsluna, auka þrýsting inn á lokað frostlögskerfi eða jafnvel að ath hvort hún hafi ekki verið almennilega lögð og hver gerði það þá.
Félagsmenn okkar

Er hitaveitureikningurinn of hár?

Er hitaveitureikningurinn of hár?Ef hitaveitureikningurinn er of hár þá er ekki ólíklegt að þrýstijafnarinn sé farinn að bila, rétt er samt að ganga á alla ofna og ath hvort einhver ofn er að hleypa of heitu í gegnum sig. Best er að finna það með því að grípa utan um rörið sem er við botn ofnsins og sjá hvort hann sé eitthvað heitari en 30 gráður eða bara rétt ilvolgt viðkomu. Rétt er að ath líka hvort innspýting snjóbræðslu sé stillt of hátt en hún á yfirleitt ekk að vera stillt hærra en á 1. eða 10 gráður. ýmislegt annað getur verið að hrjá ofnakerfið og er best að fá fagmann á staðinn.
Félagsmenn okkar

Virkar gólfhitinn rétt?

Virkar gólfhitinn rétt?

Ef gólfhitinn virkar ekki rétt getur verið best strax að fá fagmann á staðinn, þarna þarf að jafnvægisstilla kerfið, lofttæma allar slaufur 100%, fara yfir virkni mótorloka og hitanema til að vera viss um að ná vandamálinu í burtu. Hitaneminn sem stillir hitann inn á kerfið getur staðið á sér og þar er hægt að ath hvort pinninn standi á sér undir hitanemanum ef hann er til staðar. Gólfihitakerfin eru af svo mörgum gerðum og mismunandi útfærslum að best er að láta pípulagningameistarann um að leysa úr þessu.
Félagsmenn okkar