Fræðsla
Það er ekki að ástæðulausu að við brýnum fyrir fólki að leita til meistara og fagmanna þegar vanda skal til verks. Á hverju ári leitar fjöldi fóllks til Félags pípulagningameistara sem lent hefur í fjárhags- og eignatjóni vegna óvandaðra vinnubragða. Slík tilfelli hafa oftast nær verið rakin til manna sem hvorki voru fagmenn né höfðu réttindi til verksins. Við teljum því fulla ástæðu til að hvetja landsmenn að fela meisturum og fagmönnum að vinna verkin.
Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði.
Þeir veita viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð við efnisval. Þeir gera ígrundaðar kostnaðaráætlanir og tilboð. Þeir nota einungis efni sem standast kröfur um gæði. Þeir vinna fagmannlega og snyrtilega. Þeir veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu.
Kostir þess að skipta við meistara og fagmenn
Gæðin trygg. Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.
Meistarar í löggiltum byggingariðngreinum þurfa að vera skráðir á allar nýbyggingar og ábyrgð þeirra er lögbundin samkvæmt Skipulags- og byggingalögum.
Heilræði til verkkaupa
Eigið aðeins viðskipti við löggilta meistara og fagmenn. Upplýsingar um þá fást hér á vefnum og í síma félagsins, 591-0100. Viðhafið aðeins löglega viðskiptahætti, það borgar sig. Eigendum íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Endurgreiðsluhlutfall er 35%. Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af efni eða vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá. Endurgreiðslan er m.a. háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar.
Verið meðvituð um gildi uppáskriftar meistara.
- Ekki verða fyrir vatnstjóni
- Virkar snjóbræðslan rétt?
- Er hitaveitureikningurinn of hár?
- Virkar gólfhitinn rétt?
- Vatnsiðnaður
- Vinna við dreifikerfi
Leiðbeiningar þessar eru gefnar út í forvarnarskyni þar sem reynslan sýnir okkur að misbrestur er á þekkingu húseiganda á lagnakerfum sínum. Með því að þekkja llagnakerfið, viðhalda því, skilja umgengni við það og tileinka sér rétt viðbrögð við óvæntum atvikum er mögulegt að takmarka eða fyrirbyggja hugsanlegt tjón.
Ef hún er ekki að bræða nóg getur verið að innspýtingarlokinn( ef hann er til staðar ) standi á sér eftir sumarið og nóg sé að losa upp á pinnanum sem er fyrir innan hitanemann.
Ef hitadreifingin er aftur á móti ójöfn geta legið nokkrar ástæður fyrir og eru þær allar þess eðlis að best sé að fá pípulagningameistara á staðinn.
T.d. getur þurft að jafnvægisstilla bræðsluna, auka þrýsting inn á lokað frostlögskerfi eða jafnvel að ath hvort hún hafi ekki verið almennilega lögð og hver gerði það þá.
Rafrænir samningar og ferilbók
Nú hefur fyrirkomulagi nemasamninga verið breytt og verða þeir rafrænir í framhaldinu. Meistarar þurfa að sækja um að fara á birtingarskrá og þá er hægt að gera rafrænan samning og opna ferilbókina. Hér skráið þið ykkur á birtingarskrá: Rafræn ferilbók | Menntamálastofnun (mms.is)
RB - blöð
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur tekið við útgáfu Rb-blaða og eru þau aðgengileg án endurgjalds inni á vefsíðu þeirra (https://hms.is/byggingar/leidbeiningar/rb-blod/).
Lagnaþekking aðgengileg
Kennslubókin Lagnaþekking, sem hefur verið nýtt til nokkurra ára við kennslu pípulagna, er nú aðgengileg á tölvutæku formi (Lagnaþekking).
Handbók pípulagnameistarans
Nú hafa félagar okkar í Tengi tekið við útgáfu Handbókar Pípulagnameistarans fyrir Félag Pípulagningameistara. Handbókin er aðgengileg á rafrænu formi hér: (Handbók Pípulagnameistarans).
Cloacina - Saga fráveitu
Bókin CLOACINA – Saga fráveitu er komin út á vegum Veitna. Þar rekur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skólpsögu höfuðborgarinnar síðustu liðlega 100 árin. Bókin var prentuð í litlu upplagi en er hér öllum aðgengileg á rafrænu sniði.
https://www.veitur.is/cloacina