Fréttir

Hver ber ábyrgð á stöðu byggingamála?
Hver ber ábyrgð á stöðu byggingamála?
Byggingargallar eru alvarlegt og vaxandi vandamál. Morgunblaðið hefur staðið vaktina og fjallaði m.a. um vandamálið bann 24. apríl þar sem haft var eftir sviðsstjóra mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins (SI) að nauðsynlegt væri að afla frekari gagna um galla í nýbyggingum, þrátt fyrir að flestir séu meðvitundir um hvar vandið liggur. Í sömu umfjöllun benti formaður Félags húsasmíðameistara, sem jafnframt er formaður Meistaradeildar SI, á raunverulega rót vandans: of margir ófaglærðir starfa við húsbyggingar og eftirlit með þeirra er nánast ekkert.
Tillögur sviðsstjórans felast aðallega í frekari könnunum á byggingargöllun og útgáfu leiðbeininga, frekar en að takast á við grunnvandann. Hann viðurkennir skort á yfirsýn hjá SI og nefnir jafnvel að orsökin geti verið lélegar byggingarvörur.
Formaður Félags húsasmíðameistara hittir hins vegar naglann á höfuðið: vandamálið snýst ekki um vörurnar heldur skort á fagmenntuðu starfsfólki. Þegar fagmenntu skortir er varla hægt að tala um eftirlit, sérstaklega þegar það er í raun ekki til staðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur jafnvel veitt einstaklingum löggildingu án þess að þeir hafi lokið nauðsynlegu námi, sem er forsenda löggildingar, bá sérstaklega fólki frá Austur-Evrópu þar sem nám er ekki samanburðarlegt því sem þekkist hér.
Þetta hefur HMS gert þrátt fyrir ábendingar um að slíkt brjóti í bága við íslensk lög og reglugerðir.
Neytendur eru í afar slæmri stöðu þegar þær stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna þeirra sinna ekki skyldum sinum samkvæmt lögum. Þegar byggingargallar koma í ljós þurfa neytendur sjálfir að ráða lögfræðinga og matsmenn en verktaki sem alla ábyrgð ber er löngu farinn í önnur verkefni. Kerfið er augljóslega að bregðast og ábyrgðin liggur meðal annars hjá HMS, Neytendastofu og öðrum stofnunum sem eiga að vernda réttindi neytenda. Nauðsynlegt er að kerfið gripi fyrr inn þegar verktakar verða uppvísir að mistökum. Ef þær stofnanir sem eiga að passa upp á neytendur gripi ekki inn í þá þarf að endurskoða rekstrarframlag úr ríkissjóði til þeirra.
Undirritaður hefur um árabil haldið námskeið fyrir iðnmeistara, pípara, smiði, múrara og fleiri til að undirbúa þá fyrir virkniúttektir á gasakerfum, sem eru nauðsynlegar til að taka að sér úttektarskyld verkefni. Það hefur komið á óvart hversu lítið þekking er almenn á gasakerfum og framkvæmd formlegra áfangatiltekta. Algengt er að framkvæmdin takmarkist við að senda byggingarstjórum myndir í stað þess að gera formlegar skoðanir samkvæmt verklagsreglum HMS. Tryggja þarf að allar breytingar á verklagsreglum HMS skili sér til iðnmeistara og bæta þarf upplýsingaflæði svo að ástandið batni varanlega. Námskeið í verklagsreglum HMS ætti meðal annars að vera forsendur fyrir því að iðnmeistarar fái að taka að sér úttektarskyld verkefni.
Formaður SI skrifaði í grein í Morgunblaðinu þann 11. mars að mikill skortur væri á iðnmenntuðu fólki, sem hamlaði vexti atvinnulífsins. SI hefur meðal annars lagt fram tillögur um breytingar á útlendingalögum til að auðvelda innflutning vinnuafls og jafnvel lagt til að afnema kröfur um sakavottorð þar sem nægjaði að umsækjandi lýsi yfir eigin sakleysi.
SI hafa verið að beita sér fyrir að draga úr kröfum byggingarreglugerðar þar sem allt ber að sama brúnni, að hlaupa hraðar, en augljóslega er allt kapp best með forsjá.
Nú er komið að því að SI að hlusta á fagmenntað fólk með reynslu og þekkingu. Það er mikilvægt að horfast í augu við raunverulegar orsakir byggingargalla ef samtökin vilja að tekið sé mark á þeim í að vera leiðandi samtök fagfélaga á mannvirkjasviði.
Það er ekki boðlegt fyrir neytendur að verði sé að byggja byggingar sem eru ónothæfar.
Höfundur er formaður Félags píplagnarmeistara.

Að hengja iðnmeistara fyrir lélega stjórnsýslu
Að hengja iðnmeistara fyrir lélega stjórnsýslu
Þann 22. maí 2024 birtist grein í Morgunblaðinu með yfirskriftina „Að hengja útlendinga fyrir iðnmeistara“ þar sem Ferdinand Hansen gagnrýndi meðal annars sjónarmið sem ég hef sett fram um ábyrgð iðnmeistara í íslenskri mannvirkjagerð. Ferdinand fór harðum orðum um mín sjónarmið og gaf í skyn að ég væri að kenna erlendu vinnuafli alfarið um vandann. Þetta er rangfærsla og einföldun á mínum afstöðu.
Það er rétt að ábyrgð á gæðum byggingarframkvæmda hvílir fyrst og fremst á iðnmeisturum. Kerfið sem á að tryggja þessa ábyrgð hefur þó sýnt alvarlega galla. Það gengur einfaldlega ekki upp að þeir iðnmeistarar sem skila illa úr verkum komist undan ábyrgð og neytendur sitji uppi með tjónið. Í dag þurfa neytendur sjálfir að taka af skarið, ráða lögfræðinga og matsmenn til að leita réttar síns; á meðan er iðnmeistarinn mættur í næsta verk. Þetta er bæði dýrt og tímafrekt ferli sem rétti að vera óþarft ef stofnanir eins og HMS og Neytendastofa sinntu lögboðnum skyldum sínum.
Það er staðreynd að stór hluti þeirra sem starfa í byggingariðnaði hér á landi hefur ekki viðurkennda iðnmenntun og kemur ekki úr því menntakerfi sem við höfum byggt upp á Íslandi og Norðurlöndunum. Við verðum að viðurkenna þessa staðreynd og takast á við hana af fullri festu með því að gera auknar kröfur um menntun og verkþekkju allra sem koma að byggingarframkvæmdum hér á landi, óháð uppruna. Ef fyrstu viðbrögð felast alltaf í því að saka einstaklinga um einhvers konar andstöðu frekar en að horfast í augu við staðreyndir þá er vandið viss.
Nýleg útgáfa Vegvísar HMS er skref í rétta átt en mun ekki leysa vandann ein og sér. Fyrst þarf að takast á við grundvallarorsakir þess að einstaklingar og fyrirtæki sem bera ábyrgð á gölluðum framkvæmdum komist undan afleiðingunum. HMS og fagfélögin þurfa að efla samstarf sitt til að tryggja að allar breytingar skili sér til iðnmeistara og bæta upplýsingaflæði svo ástandið batni varanlega.
Við eigum góða hefð fyrir fagmennsku í íslenskri mannvirkjagerð og getum verið stolt af henni. Talsmenn Samtaka iðnaðarins verða að horfast í augu við raunverulegar orsakir byggingargalla ef samtökin vilja taka á alvarlega og hlusta á fagmenntað fólk með reynslu og þekkingu.
Með lögum skal land byggja og með fagmennsku tryggja að við gerum góða og trausta vinnu. Nú er tími fyrir samstöðu innan íslensks iðnaðar ef við getum að lokið farið að byggja vandaðar hús eins og tíðkaðist hér áður fyrr.
Höfundur er formaður Félags píplagnameistara.

Að hengja útlendinga fyrir iðnmeistara
Að hengja útlendinga fyrir iðnmeistara
Í framhaldi af birtingu HMS á Vegvísir um breyttar áherslur í eftirliti með faglegum gæðum í byggingariðnaði las ég í Morgunblaðinu 14. maí síðastliðinn áhugavert viðtal við píplagnameistaram og formann Meistarafélags píplagnarmanna, Böðvar Inga Guðbjartsson, þar sem fram kom hvað hann telur helstu ástæður fyrir því óviðunandi ástandi sem virðist ríkja við íslenska mannvirkjagerð. Þar skellir hann skuldinni fyrst og fremst á erlent vinnuafl, ófaglært fólk sem býr ekki yfir tilhlýðilegri þekkingu á íslenskum vinnustaðum. Margir iðnmeistarar virðast ekki átta sig á að lög um mannvirkjagerð og byggingarreglugerð eru alfarið samin í góðri trú á virkni íslenska meistarakerfisins og að hlutverk iðnmeistara er lögbundið. Iðnmeistarar virðast ekki gera sér grein fyrir því að það er lögbundið hlutverk þeirra sem iðnmeistara að fylgjast með faglegum verkþáttum og kunnáttu starfsmanna sem vinna þau verk sem falla undir hans fagsvið, hvort sem þau eru unnin á vegum eigin fyrirtækis eða annarra. Í flestum tilfellum eru það iðnmeistarar í hlutverki verktaka og undirverktaka sem ráða fólk til starfa. Þegar iðnmeistarar kvarta yfir óhæfu starfsfólki er ekki við annan að sakast en þá sjálfa.
Iðnmeistari hefur jafnframt það hlutverk að taka iðnnema til þjálfunar og sétti að vera í lófa lagið að leiðbeina og þjálfa aðra starfsmenn til góðra verka. Að mínu mati er ástandið á byggingarmarkaðinum alfarið á ábyrgð þeirra iðnmeistara sem sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt iðnaðarfögum, lögum um mannvirkjagerð og lögum um byggingarvörur. Haraldur skellir jafnframt skuldinni á HMS fyrir að hafa ekki beitt verktaka nauðsynlegu eftirliti. Það er ekki alls kostar rétt, því samkvæmt byggingarreglugerð skal eftirlit með verktökum fara í gegnum iðnmeistara. Hugtakið „verktaki“ kemur ekki einu sinni fyrir í byggingarreglugerðinni, enda er hún alfarið samin á forsendum íslenska meistarakerfisins. Ef þessar hugleiðingar mínar eiga við rök að styðjast, ásamt því að leggja eigi nær hlutverk byggingarstjóra eins og lagt er til í hinum ágæta Vegvísir HMS, tel ég það áfellisdóm yfir meistaraskólum landsins. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun á vegum Samtaka iðnaðarins um þekkingu og hæfni starfandi iðnmeistara og þeirra sem voru að útskrifast það árið frá meistaraskóla Tækniskólans. Könnuð var þekking þeirra á verkefna- og rekstrarstjórnun, sem kom ekki sérstaklega vel út. Um svipað leyti gerði menntamálaráðuneytið úttekt á meistaraskólunum þar sem ástæða þótti til að gera athugasemdir. Það verði athyglisvert að sjá niðurstöður slíkrar könnunar þar sem skoðuð veri þekking, fermni og hæfni útskriftarnemenda samkvæmt þekkingarviðmiðum og námskrám. Mín skoðun er að iðnmeistarar séu að „pissa í skóna sína“ með því að standa ekki undir nafni því sem ber undir þeim kröfum sem settar eru á þá samkvæmt lögum, sem eiga að tryggja að íslensk mannvirkjagerð sé byggð samkvæmt lögum og reglum, teikningum og verkþýðingum með faglegum vinnubrögðum. Iðnmeistarar hafa lögin á bak við sig til að tryggja gæði í íslenskum byggingariðnaði. Er hugsanlega kominn tími á að skoða hvort iðnmeistarakerfið sé gengið sér til hins og hvort ábyrgðin eigi að færast alfarið yfir á verktaka með lögbundnum verktryggingum á öll mannvirkjagerð, samhliða þeim tryggingum sem tökast hafa við opinberar framkvæmdir í áratugi, samanber IST-30 gr. 3.5?
Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi gæðastjórnunar hjá Samtökum iðnaðarins.

Vantar þig pípara?

Verkbeiðni
Markmið félagsins:
Félag Pípulagningameistara eru hagsmunasamtök löggildra pípulagningarmeistara sem eru meðlimir. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu meðal pípulagningameistara, stuðla að menningu og menntun stéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.
Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði. Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.
Stofnað 1928
Félag pípulagningameistara varð aðili að Samtökum iðnaðarins í júní 2022.
Félagsmenn
Inngöngu í félagið geta þeir einir fengið, sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum.