Fréttir


EuroSkills er stærsta keppni iðngreina í Evrópu fyrir ungmenni undir 25 ára aldri.
Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og þátttökurétt eiga fulltrúar 32 landa í Evrópu sem keppa um að verða valin best í sinni iðngrein.


Fulltrúi Íslands í pípulögnum á Euro skills 2023 er Hafnfirðingurinn Kristófer Daði Kárason íslandsmeistari í pípulögnum 2019
Kristófer er þriðji ættliðurinn sem lærir pípulagnir og fagmaður fram í fingurgóma.
                 

Gunnar Ásgeir Sigurjónsson tekur að sér að þjálfa og halda utan um verkefnið fyrir hönd FP.

Nánari upplýsingar um Euroskills 2023

 

Ný stjórn Félags pípulagningameistara skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund félagsins sem haldinn var 15 apríl sl.

Á myndinni eru frá vinstri: Árni Gunnar Ingþórsson Varamaður, Magnús Björn Bragason V-formaður, Böðvar Ingi Guðbjartsson Formaður, Kári Samúelsson Gjaldkeri, Ársæll Páll Óskarsson Ritari og Sigurður Reynir Helgasoon Stjórnarmaður.

 

 

 

Fréttir frá SI

Í nýrri greiningu SI kemur fram að það stefni í mikla fækkun fullbúinna íbúða inn á markaðinn á sama tíma og fólksfjölgun er mikil.

Allir iðn- og verkmenntaskólar sem eru með nám í málmiðngreinum standa fyrir átakinu Vertu stálslegin.

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Morgunblaðinu um húsnæðismarkaðinn.

Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, skrifar um vindorku í grein á Vísi.

Sviðsstjóri mannvirkjasviðs SA og lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði SA skrifa um Carlsberg-ákvæðið í Viðskiptablaðinu.

Vantar þig pípara?

Vantar þig pípara?

Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði og veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu.
Ertu með spurningu?

Ertu með spurningu?

591 0100

Opið 09 - 17 alla virka daga

Markmið félagsins:

Félag Pípulagningameistara eru hagsmunasamtök löggildra pípulagningarmeistara sem eru meðlimir. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu meðal pípulagningameistara, stuðla að menningu og menntun stéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.

Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði. Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.

Stofnað 1928

Félag pípulagningameistara varð aðili að Samtökum iðnaðarins í júní 2022.

Félagsmenn

Inngöngu í félagið geta þeir einir fengið, sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum.

Tengiliður hjá SI

Kristján Daníel Sigurbergsson
kristjan@si.is