Fréttir

Norrænir meistarar í raf- og pípulögnum hittast á NEPU
Ráðstefna samtaka rafverktaka og pípulagningameistara á Norðurlöndunum, NEPU, var haldin 23.-26. ágúst í Finnlandi. Fulltrúar Íslands á ráðstefnunni voru Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara, FP, Gunnar Sigurjónsson frá FP, Hjörleifur Stefánsson formaður Samtaka rafverktaka, SART, auk Kristjáns D. Sigurbergssonar, framkvæmdastjóra SART og viðskiptastjóra FP.
NEPU ráðstefnan er haldnir árlega og í fyrra var hún haldin á Íslandi. Á ráðstefnuna koma formenn og framkvæmdastjórar meistarafélaga í raf- og pípulögnum. Fulltrúar hvers lands höfðu framsögu í ákveðnum málum sem leiddi svo inn í umræður um stöðu viðkomandi málefnis í hverju landi fyrir sig.
Góðar umræður urðu um menntamál en auk þess voru umræður um nýtingu sólarorku á norrænum slóðum þar sem Norðmenn kynntu mjög áhugaverðar upplýsingar sem þeir hafa tekið saman. En þess má geta að norsku rafverktakasamtökin, NELFO, hafa gefið út vandað fræðsluefni um nýtingu sólarorku í landbúnaði þar sem fram koma mjög ýtarlegar upplýsingar fyrir bændur annars vegar og rafverktaka hins vegar. Þá vakti erindi Gunnars Sigurjónssonar mikla athygli en það fjallaði um markaðssetningu á varmadælum og þekkingu sem þarf að vera til staðar við val á búnaði og uppsetningu á honum þannig að orkan og tæknilegir möguleikar búnaðarins nýtist sem best.
Á ráðstefnunni hélt AAPO Cederberg, eigandi og framkvæmdastjóri Cyberwatch Finland, áhugavert erindi um gagnaöryggi og nauðsyn þess að gera ráðstafanir til að verjast vaxandi ógn af völdum tölvuglæpamanna og nefndi sérstaklega að Finnar hafi orðið varir við mikla aukningu á tölvuglæpum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá má nefna að Kim Mattsson, Security Policy Advisor, kynnti fyrir fundarmönnum áherslur sem stjórnvöld í Finnlandi eru að beina til finnskra fyrirtækja í ljósi aukinnar ógnar frá Rússlandi eftir inngöngu Finna í NATO.
Fulltrúar Félags pípulagningameistara á NEPU 2023
Gunnar Ásgeir Sigurjónsson, Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP, Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri FP

Meistaradeildin skorar á stjórnendur verknámsskóla
Meistaradeild Samtaka iðnaðarins, MSI, skorar á skólastjórnendur verknámsskóla að veita þeim nemendum forgang í iðnnám, sér í lagi við innritun í kvöldskóla, sem hafa lokið hluta starfsnáms og/eða starfað í iðngrein sæki þeir um að hefja eða ljúka námi í viðkomandi iðn. Þetta kemur fram í bréfi sem MSI hefur sent skólastjórnendum verknámsskóla. Það sama eigi við um þá aðila sem farið hafa í gegnum raunfærnimat og sækja um skólavist til að ljúka formlegu námi. Væri þessi að gerð til þess fallin að fjölga iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og mæta brýnni þörf iðnfyrirtækja.
Í bréfinu segir að í „Skýrslu starfshóps um innritun í starfsnám á haustönn 2022“, komi fram að þeim sem hafnað hafi verið um skólavist í starfsgreinum séu flestir eldri en 19 ára. Í húsasmíði og grunnnámi bygginga- og tæknigreina sé hlutfall 30 ára og eldri 37%. Á sama tíma sé mikil eftirspurn á vinnumarkaði eftir iðnmenntuðu starfsfólki. Að mati stjórnar MSI sé hér um skýra skekkju að ræða sem nauðsynlegt sé að bregðast við sem fyrst.
Endurskoða þurfi aðferðafræði við úthlutun á skólavist
Þá kemur fram í bréfinu að við innritun í kvöldskóla sé algengasta reglan sú að „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem hafi í raun þau áhrif að ekki sé forgangsraðað í námið í þágu þeirra sem séu að reyna að ljúka námi til starfsréttinda eða séu nú þegar starfandi án réttinda í viðkomandi iðn og vilji öðlast viðeigandi réttindi. Þessa aðferðarfræði við úthlutun á skólavist þurfi að mati stjórnar MSI að endurskoða.
Jafnframt segir í bréfinu að þar sem kvöldskólar eða dreifinám séu í boði hafi það verið aðgengilegasta skólaleiðin fyrir þá einstaklinga sem séu komnir með fjölskyldu og séu að reyna að ná sér í réttindi í faginu sem þeir séu starfandi við. Einstaklingar sem hafi farið í raunfærnimat þurfi jafnframt raunhæfar leiðir til að ljúka námi í samræmi við niðurstöður raunfærnimatsins. Breytt forgangsröðun gæti komið fjölmörgum einstaklingum hratt og örugglega út á vinnumarkaðinn með full réttindi.
Undir bréfið skrifa Jón Sigurðsson, formaður MSI, og Sævar Jónsson, varaformaður MSI.
Fréttir frá SI

Dagur Grænni byggðar haldinn í Grósku
Dagur Grænni byggðar verður haldinn 27. september kl. 13-17 í Grósku.

Gefa þarf í íbúðauppbyggingu ef ekki á illa að fara
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, skrifar um húsnæðismarkaðinn í sérblaði Viðskiptablaðsins um Orku og iðnað.

Enginn vöxtur í framleiðni hefur áhrif á kjaraviðræður
Rætt er við Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI, um framleiðni í Innherja á Vísi.

Vilja að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað í 100%
Í Viðskiptablaðinu er greint frá því að SI og SA kalli eftir því í umsögn að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað úr 35% í 100%.

Markmiðið að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum
Rætt var við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, á Morgunvakt Rásar 1 um fjárlagafrumvarpið.

Vantar þig pípara?

Verkbeiðni
Markmið félagsins:
Félag Pípulagningameistara eru hagsmunasamtök löggildra pípulagningarmeistara sem eru meðlimir. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu meðal pípulagningameistara, stuðla að menningu og menntun stéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.
Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði. Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.
Stofnað 1928
Félag pípulagningameistara varð aðili að Samtökum iðnaðarins í júní 2022.
Félagsmenn
Inngöngu í félagið geta þeir einir fengið, sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum.
Tengiliður hjá SI
Kristján Daníel Sigurbergsson
kristjan@si.is