Hver ber ábyrgð á stöðu byggingamála?
Byggingargallar eru alvarlegt og vaxandi vandamál. Morgunblaðið hefur staðið vaktina og fjallaði m.a. um vandamálið bann 24. apríl þar sem haft var eftir sviðsstjóra mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins (SI) að nauðsynlegt væri að afla frekari gagna um galla í nýbyggingum, þrátt fyrir að flestir séu meðvitundir um hvar vandið liggur. Í sömu umfjöllun benti formaður Félags húsasmíðameistara, sem jafnframt er formaður Meistaradeildar SI, á raunverulega rót vandans: of margir ófaglærðir starfa við húsbyggingar og eftirlit með þeirra er nánast ekkert.
Tillögur sviðsstjórans felast aðallega í frekari könnunum á byggingargöllun og útgáfu leiðbeininga, frekar en að takast á við grunnvandann. Hann viðurkennir skort á yfirsýn hjá SI og nefnir jafnvel að orsökin geti verið lélegar byggingarvörur.
Formaður Félags húsasmíðameistara hittir hins vegar naglann á höfuðið: vandamálið snýst ekki um vörurnar heldur skort á fagmenntuðu starfsfólki. Þegar fagmenntu skortir er varla hægt að tala um eftirlit, sérstaklega þegar það er í raun ekki til staðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur jafnvel veitt einstaklingum löggildingu án þess að þeir hafi lokið nauðsynlegu námi, sem er forsenda löggildingar, bá sérstaklega fólki frá Austur-Evrópu þar sem nám er ekki samanburðarlegt því sem þekkist hér.
Þetta hefur HMS gert þrátt fyrir ábendingar um að slíkt brjóti í bága við íslensk lög og reglugerðir.
Neytendur eru í afar slæmri stöðu þegar þær stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna þeirra sinna ekki skyldum sinum samkvæmt lögum. Þegar byggingargallar koma í ljós þurfa neytendur sjálfir að ráða lögfræðinga og matsmenn en verktaki sem alla ábyrgð ber er löngu farinn í önnur verkefni. Kerfið er augljóslega að bregðast og ábyrgðin liggur meðal annars hjá HMS, Neytendastofu og öðrum stofnunum sem eiga að vernda réttindi neytenda. Nauðsynlegt er að kerfið gripi fyrr inn þegar verktakar verða uppvísir að mistökum. Ef þær stofnanir sem eiga að passa upp á neytendur gripi ekki inn í þá þarf að endurskoða rekstrarframlag úr ríkissjóði til þeirra.
Undirritaður hefur um árabil haldið námskeið fyrir iðnmeistara, pípara, smiði, múrara og fleiri til að undirbúa þá fyrir virkniúttektir á gasakerfum, sem eru nauðsynlegar til að taka að sér úttektarskyld verkefni. Það hefur komið á óvart hversu lítið þekking er almenn á gasakerfum og framkvæmd formlegra áfangatiltekta. Algengt er að framkvæmdin takmarkist við að senda byggingarstjórum myndir í stað þess að gera formlegar skoðanir samkvæmt verklagsreglum HMS. Tryggja þarf að allar breytingar á verklagsreglum HMS skili sér til iðnmeistara og bæta þarf upplýsingaflæði svo að ástandið batni varanlega. Námskeið í verklagsreglum HMS ætti meðal annars að vera forsendur fyrir því að iðnmeistarar fái að taka að sér úttektarskyld verkefni.
Formaður SI skrifaði í grein í Morgunblaðinu þann 11. mars að mikill skortur væri á iðnmenntuðu fólki, sem hamlaði vexti atvinnulífsins. SI hefur meðal annars lagt fram tillögur um breytingar á útlendingalögum til að auðvelda innflutning vinnuafls og jafnvel lagt til að afnema kröfur um sakavottorð þar sem nægjaði að umsækjandi lýsi yfir eigin sakleysi.
SI hafa verið að beita sér fyrir að draga úr kröfum byggingarreglugerðar þar sem allt ber að sama brúnni, að hlaupa hraðar, en augljóslega er allt kapp best með forsjá.
Nú er komið að því að SI að hlusta á fagmenntað fólk með reynslu og þekkingu. Það er mikilvægt að horfast í augu við raunverulegar orsakir byggingargalla ef samtökin vilja að tekið sé mark á þeim í að vera leiðandi samtök fagfélaga á mannvirkjasviði.
Það er ekki boðlegt fyrir neytendur að verði sé að byggja byggingar sem eru ónothæfar.
Höfundur er formaður Félags píplagnarmeistara.