591-0100

Sími

piparinn@piparinn.is

Netfang

Fréttir

Euroskills 2023 verður haldin í Gdansk 5-9 september


EuroSkills er stærsta keppni iðngreina í Evrópu fyrir ungmenni undir 25 ára aldri.
Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og þátttökurétt eiga fulltrúar 32 landa í Evrópu sem keppa um að verða valin best í sinni iðngrein.


Fulltrúi Íslands í pípulögnum á Euro skills 2023 er Hafnfirðingurinn Kristófer Daði Kárason íslandsmeistari í pípulögnum 2019
Kristófer er þriðji ættliðurinn sem lærir pípulagnir og fagmaður fram í fingurgóma.
                 

Gunnar Ásgeir Sigurjónsson tekur að sér að þjálfa og halda utan um verkefnið fyrir hönd FP.

Nánari upplýsingar um Euroskills 2023

Ný stjórn skiptir með sér verkum

 

Ný stjórn Félags pípulagningameistara skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund félagsins sem haldinn var 15 apríl sl.

Á myndinni eru frá vinstri: Árni Gunnar Ingþórsson Varamaður, Magnús Björn Bragason V-formaður, Böðvar Ingi Guðbjartsson Formaður, Kári Samúelsson Gjaldkeri, Ársæll Páll Óskarsson Ritari og Sigurður Reynir Helgasoon Stjórnarmaður.

 

 

 

Gæðakerfi pípulagningameistara

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum kom fram að til stendur að bjóða upp á enn eitt námskeiðið varðandi að undirbúa félagsmenn fyrir næstu virkniskoðun gæðakerfiðs.
Til að skrifa upp á verk sem eru úttektarskyld þarf að vera með gæðakerfi.
Námskeiðið verður miðvikudaginn 26. apríl frá kl.16 - 20.
Félagsmenn greiða 5þ. fyrir námskeiðið.
Ef þú ert ekki með gæðakerfi þá nýtist námskeiðið sem grunnur að gæðakerfi.
Áhugasamir munið að skrá ykkur.


Skrá sig hér: Gæðakerfi pípulagningameistara – virkniúttekt!

Image
Félag Pípulagningameistara eru hagsmunasamtök löggildra pípulagningarmeistara sem eru meðlimir.
Stórhöfði 29, 110 Reykjavík
Sími: 591-0100
Netfang: piparinn@piparinn.is