LÖG STYRKTARSJÓÐS EFTIR BREYTINGU Á AÐALFUNDI 30 MARS 2012

VERÐUR
Tillaga lögð fram á aðalfundi.
Félags Pípulagningameistara 30.mars 2012
==============================================================

 

Lög fyrir styrktarsjóð Félags Pípulagningameistara

1. gr.
Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Félags pípulagningameistara, og er eign þess.

2. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja meðlimi Félags pípulagningameistara,þegar veikindi,slys eða fráfall ber að höndum,eftir þeim skilyrðum,sem er í lögum
Þessum.

3. gr
Tekjur sjóðsins eru:

Vextir af höfuðstól.
Aðildargjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar.
Gjafir,sem sjóðnum kunna að berast.

4. gr
Aðnjótandi styrks úr sjóðnum getur hver félagsmaður orðið,með þeim skylirðum
sem hér greinir.


Að hann hafi greitt lögboðin gjöld til félagsins.
Að hann sé ekki í óbættum sökum við Félag Pípulagningameistara.
Að hann skuldi sjóðnum ekki meira en aðildargjöld líðandi árs og skal sú skuld dregin frá styrkveitinunni.
Að umsækjandi færi sönnur á að hann hafi þörf fyrir styrk úr sjóðnum og skal stjórn sjóðsins kynna sér það.

5. gr
Sá sem sækir um styrk úr sjóðnum og uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í 4. gr laga þessarar skal senda skriflega umsókn til sjóðsstjórnar. Þó má stjórn sjóðsins veita styrk án umsóknar. Stjórn sjóðsins er heimilt að styrkja mannfagnaði á vegum félagsins.

6. gr
Stjórn sjóðsins skal kosin á aðalfundi félagsins og fer með mál hans á milli aðalfunda.Stjórnin er skipuð þremur mönnum,formanni,ritara og gjaldkera. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

7. gr
Sjóðurinn skal ávaxtast á bankareikningi með hæstu fáanlegum vöxtum. Á aðalfundi félagsins leggur gjaldkeri sjóðsins fram reikninga sjóðsins,gerða af löggiltum endurskoðanda og gerir grein fyrir eignastöðu sjóðsins. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

8. gr.
Breytingar á lögum þessum má aðeins gera á aðalfundi og þarf ¾ atkvæða til
þess, að breyting teljist lögleg.

Lög þessi öðlast gildi þegar eftir samþykkt þeirra.
Þannig samþykkt á aðalfundi 30. mars 2012.
Fyrri lög sjóðsins falla þar með úr gildi.

Samskipti við skjólstæðinga

 1. Tekur ábyrgar ákvarðanir byggðar á fagþekkingu um hvaða þjónustu skuli veita skjólstæðingi, með velferð viðkomandi að leiðarljósi.
 2. Tryggir að þjónusta sem veitt er sé nauðsynleg og nýtir sér ekki líkamlegt eða andlegt ástand skjólstæðings né hugsanlegan fjárhagslegan ávinning af honum.
 3. Sniðgengur ekki af ásetningi skjólstæðing í neyð eða neitar að veita neyðarhjálp.

Réttindi skjólstæðinga

 1. Ver heilsu og velferð skjólstæðinga sinna án þess að það stangist á við faglegar skyldur stéttarinnar
 2. Þekkir takmörk sín og ef þörf er á bendir skjólstæðingi á aðrar úrlausnir eða þjónustu sem hægt er að fá.
 3. Viðurkennir að skjólstæðingur eigi rétt á að þiggja eða hafna þeirri meðferð sem boðið er upp á. Hann hefur rétt á að fá álit annarra tannsmiða eða fagaðila varðandi meðferðarúrræði sem í boði eru.
 4. Virðir þagnarskyldu um málefni skjólstæðinga sem upp koma í samskiptum þeirra.
 5. Fær leyfi frá skjólstæðingi til að bera undir starfssystkini sín málefni hans. Fullur trúnaður skal ríkja um málefni tengd skjólstæðingi.
 6. Aðstoðar skjólstæðing sinn við að kynna sér réttindi sín hjá Sjúkratryggingum Íslands og aðstoðar við gerð umsókna.
 7. Veit að þrátt fyrir að geta valið og hafnað þjónustu við skjólstæðing, þá skal hann virða almenn mannréttindi og ekki fara í manngreinarálit.
 8. Veitir þá hjálp sem í hans valdi stendur og krefst fagþekkingar hans ef neyðarástand skapast.