Einfaldar aðgerðir sem fyrirbyggja vatnstjón

Mik­il­vægt er að ganga úr skugga um það að lagna­kerfi heim­il­is­ins sé í lagi fyr­ir vet­ur­inn, þegar fólk hef­ur jafn­vel haft slökkt á ofn­um yfir allt sum­arið.

Þetta seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, í sam­tali við mbl.is.

Fé­lagið hef­ur í sam­starfi við Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og Sam­tök Iðnaðar­ins gefið út leiðbein­ing­ar sem hús­eig­end­ur geta til­einkað sér til þess að fyr­ir­byggja bil­an­ir eða vatns­tjón. 

Skoða ofna og gólf­hita

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu eru lagðar til aðgerðir sem hús­eig­end­ur eru hvatt­ir til að grípa til svo minni lík­ur séu á vatns­tjóni og bil­un­um. Aðgerðirn­ar eru sagðar bæði ein­fald­ar og mik­il­væg­ar.

Ef hús er hitað með ofn­um eru hús­eig­end­ur hvatt­ir til þess að skoða hvern ofn fyr­ir sig, hreyfa ofn­kr­ana og kanna hvort ofn­arn­ir virki sem skyldi. Einnig sé vert að skoða hvort ryðblett­ir séu farn­ir að mynd­ast á ofn­um.

Þar sem gólf­hiti er til staðar eru hús­eig­end­ur hvatt­ir til þess að prófa hvort hita­skynj­ar­ar bregðist rétt við þegar hiti er hækkaður, í sum­um til­fell­um þarf að skipta um raf­hlöður, þar sem skynj­ar­ar eru ekki víraðir.

Hafa sam­band við fag­mann til að forða tjóni

Böðvar seg­ir vatns­tjón vera ívið al­geng­ari á vet­urna og á haust­in. 

„Þegar kóln­ar er fólk jafn­vel búið að skrúfa fyr­ir ofn­ana í lengri tíma og þegar skrúfa á frá get­ur það gerst að pinn­ar séu fast­ir. Það þarf að verða ákveðin vit­und­ar­vakn­ing til þess að fólk viti hvernig kerfi það er með og viti hvernig þau virka og hvernig skuli um­gang­ast þau.“

Ítrek­ar Böðvar það að mik­il­vægt sé fyr­ir lands­menn að nýta tím­ann og skoða lagna­kerfi sín núna fyr­ir vet­ur­inn en hann von­ar að vit­und­ar­vakn­ing verði í þess­um efn­um.

Hann seg­ir að ef fólk verður vart við eitt­hvað í kerf­um sín­um sem mögu­lega þarfn­ast lag­fær­ing­ar sé mik­il­vægt að hafa sam­band við fag­mann til þess að forða mögu­legu tjóni.

Frétt á mbl.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/13/einfaldar_adgerdir_sem_fyrirbyggja_vatnstjon/