Starfssemi leyfislausra

Félag pípulagningameistara (FP) leggur sitt að mörkum við að tryggja réttindi félagsmanna samkvæmt lögum um handiðnað. Fyrirtæki í pípulögnum sem rekin eru í atvinnuskyni án meistara í forsvari verða kærð til lögreglu.


Félag pípulagningameistara fékk lögmannsstofuna Mörkina til að gera fyrir sig minnisblað er varðar lög um handiðnað og var niðurstaðan í stuttu máli þessi:

  1. Lög um handiðnað ganga út frá þeirri forsendu að einungis þeir sem eru með meistarabréf mega reka starfsemi á sviði pípulagna í atvinnuskyni.
  2. Lög um handiðnað eiga ekki við um einstök verk heldur er skilyrði að starfsemi sé rekin í atvinnuskyni.
  3. Heimilt er að vera með meistara í vinnu og reka pípulagnir í atvinnuskyni á réttindum hans.


Hagsmunir félagsmanna FP eiga samleið með hagsmunum neytenda. Allar ábendingar um brot á lögum um handiðnað verður vísað til lögfræðings félagsins til nánari skoðunar.