Þorgeir Sær Gíslason íslandsmeistari í pípulögnum 2025
Þorgeir Sær Gíslason keppti á íslandsmóti verk- og iðngreina 13.-15. mars 2025 og sigraði.
Verkefnið sem snýr að pípulögnum heitir ,,Hitakerfi. Fram- og bakrás.”
Keppendur vinna verkefnið á timburvegg sem er 2m á breidd og 2 m á hæð. Settar verða
upp þrjár brautir og lagnir festar á brautina með festingum í brautarboltum. Keppendur
leggja stofnlögn fram- og bakrás frá og að mælagrind, einfalt hitaveitukerfi þar sem bakrásin,
að notkun lokinni, fer í frárennslið. Stofnlögnin er Galv 18mm þar sem tengistykkin eru
pressuð saman með pressvél. Inn á stofnlögnina er komið fyrir handklæðaofn sem er
Galv 12mm og keppendur þurfa að nota beygjuvél til að smíða og móta handklæðaofninn.
Síðan þurfa keppendur að koma fyrir ferhyrning úr kopar inn á stofnlögnina. Koparinn táknar
hitaelement í hitablásara. Tengistykkin er tinuð saman og verða tinuð uppi á vinnuborði áður
en það er sett upp á vegginn. Notað verður propangas til að bræða tinið, 300°C, og þegar
verið er að tina verður brunavörður til taks með aðgengi að slökkvitæki.
Síðan er tengt inn á lögnina ofn með lofthitastýrðum ofnkrana. Við lok bakrásar verður lögð
snjóbræðsla úr PP-R og eru tengistykkin sett saman með speglasuðu 220°C.
Verkefnið þarf að standast þrýstipróf, 2 bör í 5 mínútur.
Matshlutinn snýr að málsetningum, suður í tini, ásýnd, áferð, umgengni við vinnusvæðið og
snyrtimennsku.
Verkefnið er til að sýna brot af vinnu við hitakerfi sem pípulagningamenn vinna við og hugmyndafræðina
sem snýr þar að baka um fram- og bakrás vökvans í kerfinu. Vökvinn hitar upp efni sem eru með mikla
varmaleiðni og þannig náum við að hita upp mannvirkin okkar hér á Íslandi.