Mistök við matið

Mistök við matið

Frétt sem birtist á mbl.is 19.3.2025

Hags­munaaðilar í iðnaði telja að leyfi Enic/​Naric-skrif­stof­unn­ar á Íslandi sem gef­ur pólsk­um pípu­lagn­inga­manni meist­ara­rétt­indi á Íslandi án þess að hafa farið í meist­ara­skóla leiði til mis­mun­un­ar þar sem Íslend­ing­ar fái ekki slík rétt­indi nema eft­ir meist­ara­skóla­nám. Slík fram­kvæmd skapi mis­mun­un, brjóti jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar og muni hafa víðtæk áhrif á iðnnám hér­lend­is.

Sam­tök iðnaðar­ins, Iðnmennt, Tækni­skól­inn og Fé­lag iðn- og tækni­greina hafa sent fjór­um ráðuneyt­um bréf þar sem vak­in er at­hygli á því að upp sé kom­in al­var­leg staða vegna fram­kvæmd­ar Enic/​Naric-skrif­stof­unn­ar vegna mats á er­lendu iðnmeist­ara­námi til að starfa í lög­giltri iðngrein hér­lend­is.

Í svari Enic/​Naric kem­ur fram að um­rædd af­greiðsla hafi verið send Iðunni fræðslu­setri til um­sagn­ar og var niðurstaða Iðunn­ar sú að mennt­un og reynsla viðkom­andi væri sam­bæri­leg þeim hæfnis­kröf­um sem gerðar eru við út­gáfu meist­ara­bréfa hér á landi og á grund­velli þess­ar­ar um­sagn­ar hafi viðkom­andi fengið já­kvætt svar við um­sókn sinni.

Eft­ir að Fé­lag pípu­lagn­inga­meist­ara kvartaði til Iðunn­ar yfir leyf­is­veit­ing­unni barst bréf til Enic/​Naric frá fram­kvæmda­stjóra Iðunn­ar þar sem um­sögn um mat á fyrra námi viðkom­andi var aft­ur­kölluð.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu 19.3.2025