Að hengja útlendinga fyrir iðnmeistara
Að hengja útlendinga fyrir iðnmeistara
Í framhaldi af birtingu HMS á Vegvísir um breyttar áherslur í eftirliti með faglegum gæðum í byggingariðnaði las ég í Morgunblaðinu 14. maí síðastliðinn áhugavert viðtal við píplagnameistaram og formann Meistarafélags píplagnarmanna, Böðvar Inga Guðbjartsson, þar sem fram kom hvað hann telur helstu ástæður fyrir því óviðunandi ástandi sem virðist ríkja við íslenska mannvirkjagerð. Þar skellir hann skuldinni fyrst og fremst á erlent vinnuafl, ófaglært fólk sem býr ekki yfir tilhlýðilegri þekkingu á íslenskum vinnustaðum. Margir iðnmeistarar virðast ekki átta sig á að lög um mannvirkjagerð og byggingarreglugerð eru alfarið samin í góðri trú á virkni íslenska meistarakerfisins og að hlutverk iðnmeistara er lögbundið. Iðnmeistarar virðast ekki gera sér grein fyrir því að það er lögbundið hlutverk þeirra sem iðnmeistara að fylgjast með faglegum verkþáttum og kunnáttu starfsmanna sem vinna þau verk sem falla undir hans fagsvið, hvort sem þau eru unnin á vegum eigin fyrirtækis eða annarra. Í flestum tilfellum eru það iðnmeistarar í hlutverki verktaka og undirverktaka sem ráða fólk til starfa. Þegar iðnmeistarar kvarta yfir óhæfu starfsfólki er ekki við annan að sakast en þá sjálfa.
Iðnmeistari hefur jafnframt það hlutverk að taka iðnnema til þjálfunar og sétti að vera í lófa lagið að leiðbeina og þjálfa aðra starfsmenn til góðra verka. Að mínu mati er ástandið á byggingarmarkaðinum alfarið á ábyrgð þeirra iðnmeistara sem sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt iðnaðarfögum, lögum um mannvirkjagerð og lögum um byggingarvörur. Haraldur skellir jafnframt skuldinni á HMS fyrir að hafa ekki beitt verktaka nauðsynlegu eftirliti. Það er ekki alls kostar rétt, því samkvæmt byggingarreglugerð skal eftirlit með verktökum fara í gegnum iðnmeistara. Hugtakið „verktaki“ kemur ekki einu sinni fyrir í byggingarreglugerðinni, enda er hún alfarið samin á forsendum íslenska meistarakerfisins. Ef þessar hugleiðingar mínar eiga við rök að styðjast, ásamt því að leggja eigi nær hlutverk byggingarstjóra eins og lagt er til í hinum ágæta Vegvísir HMS, tel ég það áfellisdóm yfir meistaraskólum landsins. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun á vegum Samtaka iðnaðarins um þekkingu og hæfni starfandi iðnmeistara og þeirra sem voru að útskrifast það árið frá meistaraskóla Tækniskólans. Könnuð var þekking þeirra á verkefna- og rekstrarstjórnun, sem kom ekki sérstaklega vel út. Um svipað leyti gerði menntamálaráðuneytið úttekt á meistaraskólunum þar sem ástæða þótti til að gera athugasemdir. Það verði athyglisvert að sjá niðurstöður slíkrar könnunar þar sem skoðuð veri þekking, fermni og hæfni útskriftarnemenda samkvæmt þekkingarviðmiðum og námskrám. Mín skoðun er að iðnmeistarar séu að „pissa í skóna sína“ með því að standa ekki undir nafni því sem ber undir þeim kröfum sem settar eru á þá samkvæmt lögum, sem eiga að tryggja að íslensk mannvirkjagerð sé byggð samkvæmt lögum og reglum, teikningum og verkþýðingum með faglegum vinnubrögðum. Iðnmeistarar hafa lögin á bak við sig til að tryggja gæði í íslenskum byggingariðnaði. Er hugsanlega kominn tími á að skoða hvort iðnmeistarakerfið sé gengið sér til hins og hvort ábyrgðin eigi að færast alfarið yfir á verktaka með lögbundnum verktryggingum á öll mannvirkjagerð, samhliða þeim tryggingum sem tökast hafa við opinberar framkvæmdir í áratugi, samanber IST-30 gr. 3.5?
Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi gæðastjórnunar hjá Samtökum iðnaðarins.