Gagnrýnir skort á eftirliti í byggingariðnaði

Jón Bjarni Jónsson, formaður Byggiðnar, gagnrýnir skort á eftirliti í byggingariðnaði og bendir réttilega á hversu mikið er um byggingagalla í nýbyggingum. Það sorglega við þetta allt saman er að neytendur sitja eftir með mikið fjártjón og engin stofnun grípur inn í fyrir þeirra hönd.

Þær stofnanir sem eiga að verja hagsmuni neytenda fá milljarða í tekjur frá ríkinu en sinna engu að síður ekki lögboðnum skyldum sínum. Hér þarf því að taka til í kerfinu.
Félag pípulagningameistara hefur ítrekað bent á ólöglegar leyfisveitingar hins opinbera þar sem veitt eru réttindi iðnaðarmanna til erlendra aðila á skjön við það iðnnám sem krafist er á Íslandi.
 
Hlusta má á viðtalið hér á RUV