Fréttir
Neyðarástand á Suðurnesjum
Böðvar Ingi Guðbjartsson formaður FP var í viðtölum í RUV í gær fimmtudaginn 8. febrúar.
Í viðtölunum rakti hann hvað húseigendur þurfa að gera til að tryggja húseignir sínar ef það kemur til langvarandi bilunar á hitaveitu.
Hlusta má á viðtölin hér:
Eldgosavaktin Viðtalið byrjar 35:46
Síðdegisútvarpið Viðtalið byrjar 15:04
Félag pípulagningameistara ásamt Samtökum rafverktaka hafa gefið út Leiðbeiningar til íbúa ef hitaveita bregst tímabundið, leiðbeiningar eru t.d. aðgengilegar á vef HS Veitna
FP gefur út leiðbeiningar um lagnakerfi húsnæðis
Félag pípulagningameistara hefur í forvarnarskyni gefið út leiðbeiningar til húseigenda þar sem vakin er athygli á atriðum sem geta forðað vatnstjóni.
Í leiðbeiningunum sem gefnar eru út gefnar út í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök iðnaðarins kemur fram að reynslan sýni að það geti skipt miklu máli fyrir húseigendur að þekkja lagnakerfin sín ef það t.d. bilar eða fer að leka. Með því að þekkja kerfin sé mögulegt að fyrirbyggja eða takmarka tjón..
Hér er hægt að nálgast grein sem formaður FP, Böðvar Ingi Guðbjartsson, skrifar á Vísi.
Hér er hægt að nálgast viðtal við formann FP sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Hér er hægt að nálgast viðtal við formann FP sem var í síðdegisútvarpinu á Rás 2 (hefst á 03:14)
Á vef FP er hægt að nálgast leiðbeiningarnar.
Fréttir frá SI
Flokkarnir boða áframhaldandi stuðning við iðn- og tækninám
Átta flokkar sem tóku þátt í kosningafundi SI svöruðu könnun um málefni sem hafa áhrif á samkeppnishæfni.
Fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað mikið
91% stjórnenda verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum skili auknum kostnaði.
Ólík sýn flokkanna í skattamálum
Átta flokkar sem tóku þátt í kosningafundi SI svöruðu könnun um málefni sem hafa áhrif á samkeppnishæfni.
Alþingi styður við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði
Alþingi samþykkti í gær áframhald á skattfrádrætti vegna rannsókna og þróunar.
Húsnæðisuppbygging til umræðu á Sauðárkróki
Fulltrúi SI flutti erindi á fundi SI, HMS og Tryggðri byggð undir yfirskriftinni Byggjum í takt við þarfir.
Vantar þig pípara?
Verkbeiðni
Markmið félagsins:
Félag Pípulagningameistara eru hagsmunasamtök löggildra pípulagningarmeistara sem eru meðlimir. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu meðal pípulagningameistara, stuðla að menningu og menntun stéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.
Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði. Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.
Stofnað 1928
Félag pípulagningameistara varð aðili að Samtökum iðnaðarins í júní 2022.
Félagsmenn
Inngöngu í félagið geta þeir einir fengið, sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum.
Tengiliður hjá SI
Friðrik Ágúst Ólafsson
fridrik@si.is