Fréttir

Mistök við matið

Frétt sem birtist á mbl.is 19.3.2025

Hags­munaaðilar í iðnaði telja að leyfi Enic/​Naric-skrif­stof­unn­ar á Íslandi sem gef­ur pólsk­um pípu­lagn­inga­manni meist­ara­rétt­indi á Íslandi án þess að hafa farið í meist­ara­skóla leiði til mis­mun­un­ar þar sem Íslend­ing­ar fái ekki slík rétt­indi nema eft­ir meist­ara­skóla­nám. Slík fram­kvæmd skapi mis­mun­un, brjóti jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar og muni hafa víðtæk áhrif á iðnnám hér­lend­is.

Sam­tök iðnaðar­ins, Iðnmennt, Tækni­skól­inn og Fé­lag iðn- og tækni­greina hafa sent fjór­um ráðuneyt­um bréf þar sem vak­in er at­hygli á því að upp sé kom­in al­var­leg staða vegna fram­kvæmd­ar Enic/​Naric-skrif­stof­unn­ar vegna mats á er­lendu iðnmeist­ara­námi til að starfa í lög­giltri iðngrein hér­lend­is.

Í svari Enic/​Naric kem­ur fram að um­rædd af­greiðsla hafi verið send Iðunni fræðslu­setri til um­sagn­ar og var niðurstaða Iðunn­ar sú að mennt­un og reynsla viðkom­andi væri sam­bæri­leg þeim hæfnis­kröf­um sem gerðar eru við út­gáfu meist­ara­bréfa hér á landi og á grund­velli þess­ar­ar um­sagn­ar hafi viðkom­andi fengið já­kvætt svar við um­sókn sinni.

Eft­ir að Fé­lag pípu­lagn­inga­meist­ara kvartaði til Iðunn­ar yfir leyf­is­veit­ing­unni barst bréf til Enic/​Naric frá fram­kvæmda­stjóra Iðunn­ar þar sem um­sögn um mat á fyrra námi viðkom­andi var aft­ur­kölluð.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu 19.3.2025

Frétt sem birtist á mbl.is 18.3.2025

„Það er verið að brjóta bæði lög og reglu­gerð með þess­um leyf­is­veit­ing­um og ef þetta fær að standa þá er verið að mis­muna Íslend­ing­um vegna þjóðern­is og Meist­ara­skól­inn mun líða und­ir lok.“

Þetta seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, þar sem ekki eru gerðar kröf­ur til iðnmeist­ara frá Aust­ur-Evr­ópu um að afla sér meist­ara­rétt­inda hér á landi eins og Íslend­ing­ar þurfa að gera með tveggja ára meist­ara­námi eft­ir sveins­próf.

Mis­tök starfs­manns or­sök­in

Hann seg­ir að upp­haf þess­ar­ar deilu sé vegna mistaka starfs­manns hjá Iðunni fræðslu­setri þar sem ekki var skoðað inn­tak og lengd náms. Sam­tök iðnaðar­ins hafi strax gert at­huga­semd­ir við stjórn Iðunn­ar sem gekkst við mis­tök­un­um og gaf út nei­kvæða um­sögn í fram­haldi af því.

Enic/​Naric er skrif­stofa sem starfar víða um heim og sinn­ir aka­demísku mati á er­lendu námi. Skrif­stof­an ásamt Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) og sýslu­manni gef­ur út meist­ara­bréf hér á landi.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu 18.3.2025.

Þorgeir Sær Gíslason keppti á íslandsmóti verk- og iðngreina 13.-15. mars 2025 og sigraði. 

Verkefnið sem snýr að pípulögnum heitir ,,Hitakerfi. Fram- og bakrás.”
Keppendur vinna verkefnið á timburvegg sem er 2m á breidd og 2 m á hæð. Settar verða
upp þrjár brautir og lagnir festar á brautina með festingum í brautarboltum. Keppendur
leggja stofnlögn fram- og bakrás frá og að mælagrind, einfalt hitaveitukerfi þar sem bakrásin,
að notkun lokinni, fer í frárennslið. Stofnlögnin er Galv 18mm þar sem tengistykkin eru
pressuð saman með pressvél. Inn á stofnlögnina er komið fyrir handklæðaofn sem er
Galv 12mm og keppendur þurfa að nota beygjuvél til að smíða og móta handklæðaofninn.
Síðan þurfa keppendur að koma fyrir ferhyrning úr kopar inn á stofnlögnina. Koparinn táknar
hitaelement í hitablásara. Tengistykkin er tinuð saman og verða tinuð uppi á vinnuborði áður
en það er sett upp á vegginn. Notað verður propangas til að bræða tinið, 300°C, og þegar
verið er að tina verður brunavörður til taks með aðgengi að slökkvitæki.
Síðan er tengt inn á lögnina ofn með lofthitastýrðum ofnkrana. Við lok bakrásar verður lögð
snjóbræðsla úr PP-R og eru tengistykkin sett saman með speglasuðu 220°C.
Verkefnið þarf að standast þrýstipróf, 2 bör í 5 mínútur.
Matshlutinn snýr að málsetningum, suður í tini, ásýnd, áferð, umgengni við vinnusvæðið og
snyrtimennsku.
Verkefnið er til að sýna brot af vinnu við hitakerfi sem pípulagningamenn vinna við og hugmyndafræðina
sem snýr þar að baka um fram- og bakrás vökvans í kerfinu. Vökvinn hitar upp efni sem eru með mikla
varmaleiðni og þannig náum við að hita upp mannvirkin okkar hér á Íslandi.

 

Vantar þig pípara?

Vantar þig pípara?

Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði og veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu.
Verkbeiðni

Verkbeiðni

Viltu fá tilboð í verkefni? Sendu okkur beiðni um kostnaðaráætlun.

Markmið félagsins:

Félag Pípulagningameistara eru hagsmunasamtök löggildra pípulagningarmeistara sem eru meðlimir. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu meðal pípulagningameistara, stuðla að menningu og menntun stéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.

Meistarar og fagmenn hafa tilskilda menntun og réttindi á sínu sviði. Ábyrgð meistara í byggingariðngreinum er lögbundin*. Það eitt er ótvíræð gæðatrygging fyrir viðskiptavininn svo fremi að hann skipti við meistara og fagmenn sem hafa til þess tilskilin réttindi.

Stofnað 1928

Félag pípulagningameistara varð aðili að Samtökum iðnaðarins í júní 2022.

Félagsmenn

Inngöngu í félagið geta þeir einir fengið, sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum.