Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Um er að ræða tímamót í iðnnámi á Íslandi þar sem þetta er í fyrsta skipti sem verkkaupi mun umbuna fyrir það að verktakar hafi iðnnema í vinnu. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á Grand Hótel Reykjavík í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra var viðstödd undirritunina, sem og nokkrir iðnnemar sem eru á starfssamningi hjá Veitum.
Bókin CLOACINA – Saga fráveitu er komin út á vegum Veitna. Þar rekur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skólpsögu höfuðborgarinnar síðustu liðlega 100 árin.